top of page

TÆKIÐ

NEMANET:

4 sérhæfð vinnusvæði fyrir öflun öflun og úrvinnslu þekkingar.

Subject - Stjórnstöð NN

Stjórnstöð Nemanets. Hér er efnið greint og því skipt í undirflokka eftir þörfum.

Notandi býr til sitt eigið kerfi eftir tímabilum og viðfangsefnum hvers tímabils.

 

Þannig verður til yfirsýn og skilningur
á uppbyggingu og innra samhengi efnisins.

 

Hver eining sem notandi býr til í Fagtré sínu innifelur vinnusvæðin þjú - Glósur, Minnisatriði og Efnissafn.

Svæðin fjögur vinna sem ein heild hverrar einstakrar færslu sem verður til í Fagtrénu.

Notes - Glósur

Skrif og lestrarsvæði. Hér skráir notandi og umorðar efnisþætti sem hann metur mikilvæga.

Skráning megin atriða samhliða lestri námsefnis dýpkar skilning og þjálfar nemandann í að útskýra efnið með skiljanlegum hætti.


EDIT stillingin er notuð þegar efni er fært inn og vistast sjálf-krafa. Vista má myndir og setja hlekki á mynd eða texta sem tengir beint við Vefinn.

 

VIEW stillingin er notuð þegar efni er skoðað og lesið. 

Glossary - Minnisatriði

Hér skráir notandi orð og hugtök sem kunna þarf skil á.

 

Hægt er að hlýða sér yfir í báðar áttir,
frá hugtaki yfir í skilgreiningu og frá skilgreiningu yfir í hugtak.

 

Þessi virkni nýtist vel við þjálfun minnis og við undirbúning prófa ekki síst fjölvalsprófa / krossaprófa.

 

Þegar applausnin bætist við, er kjörið að nýta biðstundir til að hlýða sér yfir minnisatriðasöfn sín í síma eða spjaldtölvu.

 

Library - Gagnageymsla

Geymsluhólf fyrir rafræn gögn.

Hólfið opnast sjálfvirkt í sama efnisflokki og þeim sem opinn er í FAGTRÉ.

 

Slík beintenging auðveldar kerfisbundna varðveislu efnis. Þannig finnst efni greiðlega þegar á þarf að halda.

 

Rafræn gögn sem hér eru geymd, geta verið rafbækur, kennslugögn frá kennara, gögn sem koma í gegnum upplýsingveitur skólanna, efni/slóðir sem notandinn finnur á Vefnum eða fær í hendur frá vinum.

bottom of page