top of page

VIÐ SJÁLF

- Fólkið á bak við Nemanet

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir


Höfundur Nemanets og brautryðjandi faglegrar námsráðgjafar á Íslandi.
 

Í starfi sínu með námsmönnum, sem fyrsti námsráðgjafi Háskóla Íslands, þróaði Ásta Kristrún aðferð sína og kenningu um skilvirka, árangursríka aðferð til að ná settu marki í námi.

Aðferðin er nú raungerð í fyrstu opinberu útgáfu Nemanets.

Arnar Tómas Valgeirsson


Leiðbeinandi um notkun Nemanets og tengiliður við notendur. Arnar lauk BS prófi frá sálfræðideild Háskóla Íslands árið 2014 og starfaði sem sérkennari fyrir einhverfa þar til hann gekk til liðs við Nemanet.

Valgeir Guðjónsson


Félagsráðgjafi að mennt en öllu kunnari sem tónlistarmaður og ýmislegt fleira.

 

Valgeir sér um vefi Nemanets,framleiðslu og ritstjórn efnis sem á þeim birtist, auk annarra verka sem minna ber á frá degi til dags. 

 

Hann hefur unnið að gerð Nemanets frá upphafi vegar.

Axel Hjartarson

 

Axel er framkvæmdastjóri  Nemanets, stýrir hagdeild og öllu sem kemur að rekstri og umsýslu kerfis og fyrirtækis.

Axel leiðsegir um notkun Nemanets á námskeiðum. 

 

Axel starfaði um langt árabil í sænska bankakerfinu og síðar við tryggingar hér heima. Hann gekk til liðs við Nemanet árið 2012. 

 

Vigdís Vala Valgeirsdóttir


Leiðbeinandi um notkun Nemanets og tengiliður við notendur. Vala stundar mastersnám við sálfræðideild Háskóla Íslands  og gegnir stóru hlutverki í þróun Nemanets og úrvinnslu viðbragða notenda.

bottom of page