top of page

Ásta Kristrún var fyrst Íslendinga til að ljúka embættis-prófi í námsráðgjöf. Hún var fyrsti námsráðgjafi Háskóla Íslands og byggði starfsemi námsrjafar stofnunarinnar upp frá grunni.

 

Í starfi sínu leitaðist Ásta mjög við að mæta þörfum nemenda sem leituðu til hennar með skilvirkum hætti.

 

Þar varð kveikjan að Nemaneti til, en aðferðafræðin að baki tækinu var þróuð í miklum fjölda viðtala og ráðgjafartíma á löngu árabili.

 

Segja má að Nemanet sé líkt og klæðserasniðin lausn í námsumhverfi okkar tíðar, þar sem skyndilausnir eru á hverju strái og baráttan um athygli og tíma fólks er harðari en nokkru sinni fyrr.

Ásta Kristrún um Nemanet

 

Ásta Kristrún hefur orðið vör við hnignandi lesskilning í starfi sínu sem námsráðgjafi. Hún segir að hluta skýringarinnar megi rekja til þess að unga fólkið sækir sér upplýsingar með rafrænum hætti sem birtast í snöggsoðnum textum. Þegar svo mikið framboð er af efni sem krefst ekki lesturs efnismikils texta, þá víkur hegðunin að lesa lengri texta fyrir harðvirkari leiðum.
 

Nemanet er fyrst og fremst vinnutæki sem styður við einmenningsíþróttina „að læra“ samkvæmt markvissum aðferðum með skilning að leiðarljósi.  Í raun er það „að skilja“  besta minnisaðferðin og eins er sagt „að ósögð orð taki sér ekki bólfestu í minni“. Þetta þýðir að sá sem lærir og vill ná langt þarf að vinna efnið sjálfur í stað þess að „gúggla“ það eða nota „quiz- og flashcard lausnir“ sem er búnar  til af öðrum.  Flottar Quiz- og applausnir geta sannarlega orðið kærkomnar sem viðbót við Nemanet forritið okkar en ekki öfugt.

 

Ég tel að við þurfum að gæta þess að elta ekki þennan lífsstíl uppi við smíði sértæks forrits fyrir námsmenn. Það þarf að vera sérhæfð lausn sem byggir á námssálarfræðilegum forsendum en ekki leikja-  og afþreyingarlausnum.
 

Þegar litið er inn í herbergi ungs fólks sem situr við námsvinnu má alltof oft greina ótal app- og símaáreiti svo sem eins og SMS, síma, snapchat, wiber, ( sími og sms ) skype, hópskype og Facebók mesage/chat er líka oftast  innan seilingar. Er svo einhver hissa á því að einbeitngarskort, námsfestu og lesskilning skorti?


Ég hef þjálfað þúsundir námsmanna í aðferðum sem framkalla hvatningu, efla einbeitingu og úthald og þar með árangur og hef fengið sterka svörun frá þeim,“ segir Ásta Kristrún. Þjálfunin gengur að stórum hluta út á að kynna sér virkni heilans og kröfur hans um „ matreiðslu efnis“ áður en það er stimplað inn.

 

Rökræn hugsun sem leiðir til skilnings, aðgreining og samspil efnisþátta má segja að sé matreiðsluaðferðin sem heilinn fer fram á. „Þegar við höfum náð að skilja grunninn og forsendurnar verður lestur að leit og lesskilningur að veruleika sem Nemanetið styður dyggilega við,“ segir Ásta Kristrún.

bottom of page